Hjólað með sixpensara og í dragt

Hópurinn á Tweed Ride í fyrra.
Hópurinn á Tweed Ride í fyrra.

Tweed Ride fer fram á Akureyri á morgun, laugardag, en þetta er í annað sinn sem viðburðurinn er haldinn. Á Tweed Ride hjólar hópur fóks uppáklæddur í sínu fínasta pússi um miðbæinn. Þátttakendur eru allt frá eldri borgurum og niður í krakka. Í fréttatilkynningu er fólk hvatt til að koma í stíl tuttugasta áratugarins, þegar herrarnir hjóluðu í jökkum með sixpensara og dömurnar í drögtum með hatta.

Á Akureyri Backpackers verður best klæddi herramaðurinn verðlaunaður af versluninni Levi’s, best klædda daman hlýtur verðlaun frá versluninni Geysi og fallegasta hjólið fær verðlaun frá Reiðhjólaversluninni Berlin.

Um er að ræða fjölskylduskemmtun enda hjólað á þægilegum hraða. Ekki er um keppni að ræða heldur eingöngu skemmtireið um miðbæinn og innlegg í reiðhjólamenninguna, segir í tilkynningu.

Nýjast