Hjóla hringinn til styrktar krabbameinssjúkum börnum

Rynkeby-hópurinn áði á Húsavík á ferð sinni um landið til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Mynd/ e…
Rynkeby-hópurinn áði á Húsavík á ferð sinni um landið til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Mynd/ epe.

Team Rynkeby er samevrópskt góðgerðarstarf, sem hjólar á hverju ári um 1300 km á 8 dögum frá Danmörku til Parísar og safna þannig peningum til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Í ár var brugðið út af vananum vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Ekki kom til greina að hætta við hjólreiðarnar í ár en þess í stað var ákveðið að hjóla um 850 km. leið í kringum landið dagana 4.-11. júlí þar sem komið er við í öllum landshlutum.

Hjólreiðahópurinn lagði af stað frá Barnaspítala Hringsins klukkan 10:00. 4. júlí sl. í lögreglufylgd.

Blaðamaður hitti hópinn fyrir þegar hann hjólaði inn til Húsavíkur  laust eftir hádegið í dag á meðan sumar-smellurinn Ja Ja Ding Dong ómaði úr hátölurum. Þar biðu kræsingar á grilli við húsnæði Framsýnar stéttarfélags við Garðarsbraut. Þaðan lá svo leiðin að Mývatni.

Hægt er að leggja frjáls framlög inn á styrktarreikning hópsins 537-26-567 Kt: 580216-0990. En öll framlög renna óskipt til styrktar krabbameinssjúkum börnum og fjölskyldum þeirra.

Nánar verður fjallað um þetta í Vikublaðinu sem kemur út á fimmtudag.

Smelltu hér til að gerast áskrifandi.


Athugasemdir

Nýjast