Hjól atvinnulífsins á Dalvík á stað á ný eftir rafmagnsleysi

Dalvíkurhöfn.
Dalvíkurhöfn.

Ákveðið hefur verið að keyra atvinnulífið á Dalvík af stað að nýju í dag. Fram kemur á vef Dalvíkurbyggðar að atvinnurekendur stærstu fyrirtækjanna gangsetji sín fyrirtæki í samráði við Rarik. Ef allt gengur að óskum er ekki reiknað með að þessi aðgerð hafi áhrif á raforku til íbúa byggðalagsins. 

Skólahald verður með hefðbundnum hætti í Dalvíkurbyggð sem og önnur þjónusta sveitarfélagsins. Dalvíkurbyggð hefur glímt við rafmagnsleysi eftir óveðrið sem geisaði um landið í síðustu viku og hefur varðskipið Þór séð sveitarfélaginu fyrir rafmagni.


Nýjast