Það eru eftirtalin fyrirtæki sem gera það kleift að hjartslættinum er komið af stað á ný: Rafeyri, Becromal, Norðurorka, Reykjafell,
Rönning, Ískraft og SG. Allir þeir sem njóta þess að horfa á hjartað slá færa þessum fyrirtækjum hjartans þakkir fyrir
þetta góða framtak sem gerir það að verkum að við; Brosum með hjartanu. Hjartað byrjar að slá á ný á sama
tíma og ljósin verða tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi eða rétt fyrir klukkan fjögur á laugardag, segir
í tilkynningu frá Akureyrarstofu.
"Hjartað hverfur stundum í sortann en það er hægt að ganga að því vísu að það slær í Vaðlaheiðinni sama
á hverju gengur eins og hjartað í brjóstum okkar allra." Þetta eru orð Davíðs Hafsteinssonar tæknistjóra Rafeyrar, sem á
stærstan þátt í að þetta varð að veruleika.