Tónlistarfélag Akureyrar stendur fyrir tónleikum á sunnudag, 18. ágúst kl 17 í Hömrum í Hofi.
Yfirskrift tónleikanna er Hjarðsveinar og meyjar og eru flytjendur Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó og Sigurður Ingvi Snorrason klarinetta.
Efnisskráin hefur að geyma margar fallegar perlur innlendar sem erlendar.
Miðaverð er 4500 krónur, 20% afslátttur fyrir félagsmenn í Tónlistarfélagi Akureyrar. Miðasala á mak.is og í miðasölu Hofs.
Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Félag íslenskra tónlistarmanna og studdir af Menningarfélagi Akureyrar, Akureyrarbæ og Rannís.