Hiti 1-5 stig í dag

Súlur/mynd karl eskil
Súlur/mynd karl eskil

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustlægri átt á Norðurlandi eystra í dag, 10-18 m/sek. Hiti verði á bilinu eitt til fimm stig. Seint á morgun á svo að kólna.

Á Norðurlandi eru vegir mikið til auðir vestan Blönduóss en snjóþekja er í Langadal og Þverárfjalli en hálka og skafrenningur á Vatnsskarði og í Skagafirði. Við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslum er víða meiri hálka. Hólasandur er ófær.

Þæfingur er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum sem og um Vopnafjarðarheiði.

 

Nýjast