HiNT háskólinn á ferð um Norðurland

Fulltrúar frá HiNT háskólanum í Noregi verða með kynningarfundi á Norðurlandi í dag, mánudaginn 9. mars. Kynnt verður háskólanám í tölvuleikjahönnun og margmiðlun. Þetta er þriðja árið í röð sem að fulltrúar háskólans koma til landsins að kynna námið en nú þegar eru yfir tuttugu íslenskir nemendur við háskólann. Ekkert sambærilegt nám er í boði á Íslandi og hafa Íslendingar sýnt náminu mikinn áhuga.

Norskt háskólanám er ókeypis ef frá eru talin 12.000 króna annargjöld. Nám af þessu tagi hleypur víða annars staðar á milljónum króna. HiNT há­skól­inn er vel tækj­um bú­inn og kenn­ara­hóp­ur­inn er alþjóðleg­ur og býr yfir margra ára­tuga reynslu af svo til öllu sem teng­ist bæði tölvu­leikja­hönn­un og marg­miðlun­ar­tækni. Nem­end­ur fá að nokkru marki að velja sér áhuga­svið og því finna all­ir eitt­hvað við sitt hæfi. Meðal viðfangs­efna nem­enda er þrívídd­arteikn­ing, kvik­mynd­un, ljós­mynd­un, hljóðvinnsla, for­rit­un, leik­stjórn, fram­leiðsla og rit­stjórn, svo nokkuð sé nefnt.

Fulltrúar háskólans verða í framhaldskólanum á Laugum klukkan 10, Verkmenntaskólanum á Akureyri klukkan 14, Framhaldsskólanum Tröllaskaga klukkan 16:30 og loks með opinn kynningarfund í Menntaskólanum á Akureyri, nánar tiltekið á Hólum í stofu H9. Kynningarnar eru öllum opnar.

 

Nýjast