Það var virkilega ánægjulegt að fá þennan titil, þarna voru mjög margir góðir handverksmenn með fallegt handverk. Ég er því himinlifandi með þessa viðurkenningu og hún gefur mér byr undir báða vængi að halda ótrauð áfram með mín verk, segir Þórdís Jónsdóttir sem valin var Handverksmaður ársins 2015 á Handverkshátíð á Hrafnagili sem haldin var um liðna helgi.
Þórdís hefur undanfarin ár handbróderað púða og myndir og sótt innblástur í gömul mynstur og handbragð. Ítarlegt viðtal er við Þórdísi í prentútgáfu Vikudags.