Hettumáfurinn aðgangsharður á veitingastöðum

Þessi máfur var sallarólegur á boði veitingastaðar í göngugötunni á Akureyri í vikunni/mynd Karl Esk…
Þessi máfur var sallarólegur á boði veitingastaðar í göngugötunni á Akureyri í vikunni/mynd Karl Eskil

„Hann getur vægast sagt verið mjög frekur og brotaviljinn er stundur einbeittur, “ segir veitingamaður í miðbæ Akureyrar um hettumáfa sem eiga það til að stela brauði og mat af diskum gesta kaffi- og veitingahúsa, sem bjóða upp á aðstöðu utandyra. „Þeir sveima oft yfir miðbænum og bíða færis, það hefur oft komið fyrir að máfar renni sér niður á boðin ef gestirnir bregða sér frá í stutta stund. Líklega er lítið um æti hjá þeim, enda hefur sorphirða víðast hvar í þéttbýli tekið miklum breytingum á undanförnum árum.“

 Eigendur veitingahúsa hafa reynt að bregðast við vandanum, en takmörkuðum árangri.

Hettumáfurinn er útbreiddur á láglendi um mest allt land. Kjörlendi hettumáfsins er votlendi og verpa fuglar margir saman í vörpum. Hann lifir aðallega á skordýrum en fer einnig í útgang frá manninum.

„Við verðum með einhverjum hætti að koma í veg fyrir þetta, en ég hef ekki lausinia,“ segir veitingamaðurinn.“

karleskil@vikudagur.is

Nýjast