Hestamenn vilja sína eigin reiðleið

Andrea Þorvaldsdóttir.
Andrea Þorvaldsdóttir.

Hestamenn á Akureyri vilja fleiri reiðleiðir til afnota en eins og staðan er í dag eru afar fáar í boði á svæðinu. Andrea Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hestamennafélagsins Léttis, segir að flest hestafólk ríði suður frá Breiðholtshverfinu og þar sé umferðin orðinn sameiginleg öðru útivistarfólki.

„Við eigum enga reiðleið sem við höfum út af fyrir okkur. Bærinn hleypir almennri umferð inn á reiðleiðirnar okkar og við þurfum alltaf að víkja,“ segir Andrea.  

Þá segir hún að það sé blóðugt að fjármagn sem eyrnamerkt er hestamannafélaginu sé sífellt nýtt í það að færa aðstöðu fyrir hestafólk á milli staða. Nánar er fjallað um málið og rætt við Andreu í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast