Hertar aðgerðir gegn heimilisofbeldi
Bæjaryfirvöld á Akureyri í samstarfi við lögregluna boða hertar aðgerðir gegn heimilisofbeldi. Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar er í startholunum að hefja viðræður við lögregluna á Akureyri um samstarf á breyttu vinnulagi lögreglunnar vegna viðbragða þegar um heimilisofbeldi er að ræða. Verður horft til vinnulagsins sem tekið var upp á Suðurnesjunum fyrir um tveimur árum.
Samkvæmt upplýsingum Vikudags voru 90 tilvik vegna heimilisofbeldis á síðasta ári hjá embætti sýslumannsins á Akureyri. Af þeim voru 41 tengt heimilisofbeldi en 49 vegna ágreiningi skyldra og tengdra. Þá voru sett tvö nálgunarbönn á síðasta ári. Nánar er fjallað um þetta mál í prentútgáfu Vikudags.
-þev