Heimsfaraldurinn flýtti heimförinni

Kolbeinn Höður Gunnarsson á harða spretti.
Kolbeinn Höður Gunnarsson á harða spretti.

Kolbeinn Höður Gunnarsson, Íslendsmeistari í spretthlaupum, er íþróttamaður vikunnar í Vikudegi að þessu sinni. Kolbeinn Höður hefur verið við nám og æfingar í Bandaríkjunum þar sem hann lærir viðskiptafræði með áherslu á endurskoðun við The University of Memphis í Tennessee fylki Bandaríkjanna.

Hann fór út haustið 2016 og var að klára síðustu önnina þegar Covid-19 skall á og hann þurfti að fljúga heim í lok mars. Hann flutti til foreldra sinna og hefur útbúið sér æfingaaðstöðu í bílskúrnum og er auk þess að vinna og lesa fyrir lokaverkefni í háskólanum í Memphis.

Nálgast má viðtalið við Kolbein í nýjasta tölublað Vikudags. Hægt er að gersta áskrifandi með því að smella hér.


Athugasemdir

Nýjast