Heimavistin sprengir utan af sér

Heimavistin annar ekki eftirspurn. Mynd/Þröstur Ernir
Heimavistin annar ekki eftirspurn. Mynd/Þröstur Ernir

Óvenjumikil aðsókn er að heimavist framhaldsskólanna á Akureyri og er biðlistinn lengri en undanfarin ár. Þetta er jafnframt þriðja árið í röð sem vistin annar ekki eftirspurn en yfir 400 nemendur hafa sótt um pláss í haust. Heimavistin er áætluð nemendum í MA og VMA en að jafnaði búa þar um 330 manns. Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, segir stöðuna áhyggjuefni.

Hann bendir á að hátt leiguverð á almennum markaði hafi áhrif á aðsóknina. Spurður um hvort hætta sé á því að framhaldsskólarnir missi nemendur sökum þessa segir Jón Már: „ „Ég vona ekki en við erum uggandi yfir þessari stöðu.“ Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast