Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handbolta, var staddur á æskuslóðunum á Akureyri á dögunum til að hlaða batteríin eftir langt og strangt keppnistímabil með Bergischer og landsliðinu. Arnór hefur leikið sem atvinnumaður í Þýskalandi í átta ár og segist líka vel lífið þar í landi.
Vikudagur heimsótti Arnór og spjallaði við hann um handboltann, lífið í Þýskalandi, landsliðið og fjölskylduna en nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags.