Davíð Kristinsson, næringar- og lífstílsþjálfari, gaf nýlega út bókina 30 dagar leið til betra lífs sem hann segir hafa verið í þróun síðan árið 2003. Hann lýsir bókinni sem áhrifaríkri leið til að bæta heilsuna, öðlast aukna vellíðan og orku. Þetta er önnur bókin sem ég gef út en sú fyrri fjallaði um 30 daga hreinsun. Nýja bókin er óbeint framhald og snýst meira um að borða almennt hreinan mat, segir Davíð.
Þurfum minna af lífrænum mat
Lífrænar vörur og almennt hollari matur er oft dýrari en óhollur matur. Aðspurður um hvort það geti haft slæm áhrif á matarvenjur fólks segir Davíð að fólk verði að horfa á heildarmyndina. Ef við borðum mikið af mat sem er ekki góður fyrir heilsuna, þá kostar líka að vera veikur. Með því að borða hollan og hreinan mat ertu að fjárfesta í heilsunni, sem er mikilvægasta fjárfestingin. Í sambandi við lífrænan mat, þarf fólk yfirleitt minna magn af honum vegna þess að hann inniheldur meira af næringarefnum. Líkaminn þarf þá ekki að vinna aukavinnu við að hreinsa út óæskileg efni, segir Davíð.
Nánar er rætt við hann í prentútgáfu Vikudags