Hefur litla trú á lambakjötssölu

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis sagði í útvarpsviðtali í morgun að hún hefði litla trú á að framtíð væri í sölu á lambakjöti til Bandaríkjanna. Vitnaði hún m.a. máli sínu til stuðnings í framkvæmdastjóra Norðlenska.

Fram hefur komið í frétt í Morgunblaðinu að tap hefur verið á sölu á lambakjöti til Whole Foods verslanakeðjunnar í Bandaríkjunum, aðeins eitt ár hafi verið hagnaður. Valgerður segist áður hafa bent á að varla væri framtíð í þessum viðskiptum og undristrikaði þá skoðun sína með að vitna til þess að forsvarsmenn Norlenska væru á svipaðri skoðun. Valgerður var raunar með ýmis útspil í þessu viðtali og sagði að hvalveiðar í atvinnuskyni hlytu að byggjast á viðskiptalegum forsendum og þeim væri því sjálfhætt ef ekki tækist að selja kjötið af þeim langreyðum sem veiddar yrðu.

Nýjast