Hefur fylgst með fuglalífinu í hálfa öld

Steini rjúpa er ástríðufullur um fuglalífið
Steini rjúpa er ástríðufullur um fuglalífið

Þorsteinn Þorsteinsson er sennilega betur þekktur sem Steini rjúpa en viðurnefnið er dregið af einskærum áhuga hans á fuglum.

Frá árinu 1963 hefur Þorsteinn verið viðriðinn fuglalífið. Hann er ekki menntaður í faginu en hefur mikla reynslu og ástríðu fyrir því að kanna og velta fyrir sér fuglalífinu á landinu og þá einna helst í Hrísey. Rjúpa

Þorsteinn starfaði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í nokkur ár sem aðstoðarmaður við fuglarannsóknir, m.a. á rjúpu. „Ég er einmitt á leiðinni til Hríseyjar núna að telja og kortleggja karra,“ segir Þorsteinn þegar Vikudagur náði tali af honum.

Nánar má lesa um Steina rjúpu í prentútgáfu Vikudags sem kom út á fimmtudag.

-Vikudagur, 12. Maí 

Nýjast