Hefur fylgst með fuglalífinu í hálfa öld
Þorsteinn Þorsteinsson er sennilega betur þekktur sem Steini rjúpa en viðurnefnið er dregið af einskærum áhuga hans á fuglum.
Frá árinu 1963 hefur Þorsteinn verið viðriðinn fuglalífið. Hann er ekki menntaður í faginu en hefur mikla reynslu og ástríðu fyrir því að kanna og velta fyrir sér fuglalífinu á landinu og þá einna helst í Hrísey.
Þorsteinn starfaði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í nokkur ár sem aðstoðarmaður við fuglarannsóknir, m.a. á rjúpu. „Ég er einmitt á leiðinni til Hríseyjar núna að telja og kortleggja karra,“ segir Þorsteinn þegar Vikudagur náði tali af honum.
Nánar má lesa um Steina rjúpu í prentútgáfu Vikudags sem kom út á fimmtudag.
-Vikudagur, 12. Maí