Hefja á uppbyggingu á Akureyrarflugvelli

Akureyrarflugvöllur.
Akureyrarflugvöllur.

Stækkun við flugstöð og flughlað á Akureyri er meðal fjölbreytta verkefna sem ríkisstjórnin leggur áherslu á að verði hafist handa við strax. Áformað er að verja milli 500 til 600 milljónum í ár til undirbúnings. Þetta kom fram í Facebookfærslu Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra.

Þar segir skrifar Sigurðar Ingi að ríkisstjórnin hafi lagt mikla áherslu á að efla og fjárfesta í innviðum samfélagsins. Nú eigi að gera enn betur og hefja sérstakt 15 milljarða króna flýtifjárfestingarátak sem kynnt var í Hörpu sl. laugardag.

„Mikilvægt er að bregðast hratt við en gera jafnframt langtímaáætlanir eins og kostur er í þessari erfiðu stöðu sem samfélagið glímir við. Halda áfram að byggja upp vegi, flugvelli og hafnir svo samfélagið verði í stakk búið þegar Covid-19 faraldurinn verður um garð genginn. Þrátt fyrir hrun í ferðaþjónustunni er brýn þörf fyrir uppbyggingu innviða og eru flugvellir einn af lykilþáttum fjárfestingarátaksins,“ skrifar Sigurður og bætir við að viðbygging við flugstöð á Akureyri styðji við eflingu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi þegar allt fer í gang aftur.

Stækkun á flughlaði á Akureyrarflugvelli auki á öryggi flugvallarins. Hægt verði að bjóða verkið út á vormánuðum og má áætla að um 40 ársverk skapist hjá verktökum á svæðinu.

 


Athugasemdir

Nýjast