Ef ekki þá er tilvalið að leggja leið sína í Gamla bæinn í Laufási á laugardag, til þess upplifa gamla tíð með öllum skynfærum, segir í fréttatilkynningu. Tóvinnufólk verður að störfum og forvitnilegur markaður með ýmsu góðgæti fyrir munn og maga verður í skálanum. Lummukaffi verður til sölu í Gamla prestshúsinu og ljúf tónlist verður leikin af fingrum fram. Dagurinn hefst kl 13:30 með góðri samverustund í kirkjunni undir stjórn sr. Bolla Péturs Bollasonar.