01. október, 2009 - 15:08
Fréttir
Haustslátrun sauðfjár í sláturhúsum Norðlenska á Húsavík og Höfn gengur prýðilega. Á Húsavík er
fyrri umferð dilkaslátrunar lokið og síðari umferð hefst á morgun, miðvikudag. Það sem af er sláturtíðinni hefur
fallþungi dilka á Húsavík verið 16,17 kg, en í allri sláturtíðinni í fyrra á Húsavík var fallþunginn 16,08 kg
og haustið 2007 var hann 15,21 kg.
Miðað hefur verið við að haustslátruninni ljúki á Húsavík þann 23. október, en væntanlega bætast tveir
sláturdagar við frá upphaflegri áætlun, að sögn Sigmundar Hreiðarssonar, vinnslustjóra. Slátursala er komin í fullan gang á
Húsavík og gengur vel en henni lýkur þar föstudaginn 9. október. Innleggjendur fá slátur með 50% afslætti. Þetta kemur fram
á vef Norðlenska.