Haukur mun áfram reka Græna hattinn á Akureyri

Haukur Tryggvason veitingamaður á Græna hattinum hefur sent frá tilkynningu, þar sem fram kemur að með honum og Sigmundi  Rafni Einarssyni eiganda hússins hafi tekist samkomulag um að Haukur haldi áfram rekstri Græna hattsins í óbreyttri mynd. Innangengt verður eftir tónleika á nýjan vínbar sem opnar í vor þar sem gestir geta sest niður og rætt ágæti tónleikana.  

Staðirnir verða því tveir í stað eins, eins og fyrirhugað var. Haukur segir að þeir vonist eftir því að þetta verði báðum stöðunum til framdráttar og menningarlíf bæjarins geti haldið áfram að dafna. 

Ekki er hægt að segja annað en að hlutirnir gerist hratt, því bæði Sigmundur og Haukur eru í viðtali í Vikudegi, sem kom út fyrr í dag. Þar segist Sigmundur ætla halda áfram á sömu braut og bjóða upp á tónleika í húsnæði sínu. Haukur segir í blaðinu að hann sé farinn að skima eftir húsnæði að ekki sé mikið um húsnæði sem henti undir starfsemi af þessu tagi. En sem fyrr segir hafa Sigmundur og Haukur gert með sér samkomulag um Haukur reki Græna hattinn áfram.

Nýjast