Staðirnir verða því tveir í stað eins, eins og fyrirhugað var. Haukur segir að þeir vonist eftir því að þetta verði báðum stöðunum til framdráttar og menningarlíf bæjarins geti haldið áfram að dafna.
Ekki er hægt að segja annað en að hlutirnir gerist hratt, því bæði Sigmundur og Haukur eru í viðtali í Vikudegi, sem kom út fyrr í dag. Þar segist Sigmundur ætla halda áfram á sömu braut og bjóða upp á tónleika í húsnæði sínu. Haukur segir í blaðinu að hann sé farinn að skima eftir húsnæði að ekki sé mikið um húsnæði sem henti undir starfsemi af þessu tagi. En sem fyrr segir hafa Sigmundur og Haukur gert með sér samkomulag um Haukur reki Græna hattinn áfram.