KA hefur framlengt samning sinn við þrjá leikmenn liðsins í meistaraflokki karla í knattspyrnu. Haukur Heiðar Hauksson framlengdi samning sinn við félagið til ársins 2012 og þá samdi Jakob Hafsteinsson til eins árs. Þá mun framherjinn öflugi David Disztl leika áfram með liðinu út næsta sumar í það minnsta. David skoraði 15 mörk í 19 leikjum fyrir KA sl. sumar og var þriðji markahæsti leikmaður 1. deildarinnar.