Haukur Heiðar leikmaður ársins hjá KA

Haukur Heiðar Hauksson var valinn besti leikmaður KA í sumar á lokahófi Knattspyrnudeildar félagsins sem fram fór á Hótel KEA sl. laugardag. Haukur Heiðar spilaði lykilhlutverk hjá KA í sumar en hann var einnig valinn „Móði” ársins af Vinum Móða, stuðningsmannafélagi KA.

Þá var Hallgrímur Hallgrímsson kosinn efnilegasti leikmaður félagsins og þjálfari KA, Dean Martin, var valinn „Saggi” ársins af Vinum Sagga, sem eru yngri stuðningsmenn félagsins.

Nýjast