31. október, 2009 - 10:45
Fréttir
KA/Þór á erfitt verkefni fyrir höndum í dag þegar liðið tekur á móti sterku liði Hauka í 4. umferð N1- deildar kvenna
í handbolta. KA/Þór situr í 8. sæti deildarinnar og bíður enn eftir sínum fyrstu stigum í deildinni, en Haukar hafa fjögur
stig í 5. sæti deildarinnar. Leikurinn í dag hefst kl. 16:00 í KA- heimilinu og er frítt á völlinn.
Þá verða stúlkurnar í Þór í 1. deild kvenna í körfubolta einnig í eldlínunni í dag er liðið
fær Skallagrím í heimsókn. Hefst sá leikur kl. 15:30 í Síðuskóla og er frítt á völlinn.