Leikurinn var jafn framan af í fyrri hálfleik og heimamenn héldu í við Hauka. Gestirnir fóru hins vegar að síga framúr þegar líða tók á hálfleikinn og með fjölda hraðarupphlaupa með Hönnu G. Stefánsdóttir í fararbroddi náðu Haukar sex marka forystu, 16:10, þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. KA/Þór náði þó að minnka muninn í þrjú mörk fyrir hlé og staðan 18:15 fyrir Hauka í hálfleik.
KA/Þór náði að minnka muninn í tvö mörk, 22:24, fljótlega í seinni hálfleik. Heimamenn misstu hins vegar dampinn þegar líða fór á hálfleikinn, Haukar náðu mest sjö marka forystu og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 35:31.
Martha Hermannsdóttir var sem fyrr segir markahæst í liði KA/Þórs með 9 mörk, þar af 2 úr vítum. Ásdís Sigurðardóttir og Arna Valgerður Erlingsdóttir skoruðu 6 mörk hvor og þær Inga Dís Sigurðardóttir, Emma Sardarsdóttir 3 mörk hver. Selma Sigurðardóttir varði 6 skot í marki heimamanna.
Hanna G. Stefánsdóttir átti góðan dag fyrir Hauka og skoraði 11 mörk, þar af 3 úr vítum. Ramune Pekarskyte skoraði 8 mörk og Erna Þráinsdóttir kom næst með 7 mörk.
Fyrir lokaumferð deildarinnar er KA/Þór sem fyrr í sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig en Haukar hafa 32 stig í fjórða sæti.