Hátt í 100 manns hafa leitað til Grófarinnar

Grófin geðverndarmiðstöð á Akureyri fagnar eins árs afmæli á föstudaginn kemur en þann 10. október 2013 opnaði Geðverndarfélag Akureyrar formlega nýtt úrræði fyrir fólk með geðraskanir. Í tilkynningu segir að markmiðið með Grófinni sé að skapa tækifæri fyrir þá sem glíma við geðraskanir að vinna í sínum bata á jafningjagrunni með fagfólki og öðrum notendum. Á því ári sem liðið er hafa hátt í 100 einstaklingar á Akureyri og nágrenni nýtt sér þjónustuna. Af tilefni afmælisins verður opið hús í Grófinni frá kl. 13 - 16 á föstudaginn.

Ennfremur verður dagskrá á Akureyri í tilefni af Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum þennan sama dag.  Klukkan 12.30 hefst Geðveik ganga frá Ráðhúsi Akureyrar að Grófinni Hafnarstræti 95 og klukkan 20.00 verður Geðveik messa í Akureyrarkirkju. Ítarlegri upplýsingar má finna á heimasíðu Grófarinnar grofin.wordpress.com eða síma 462-3400, eins má hafa samband við Eymund 666-1608.

Nýjast