Hátíðarhöld stéttarfélaganna á Akureyri í Sjallanum í dag

Hátíðarhöld stéttarfélaganna á Akureyri 1. maí 2010 fara fram í Sjallanum í dag. Kjörorð dagsins eru; "Við viljum vinna!" Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið kl. 13:30. Lagt upp í kröfugöngu við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar kl. 14:00. Happdrættismiðar afhentir göngufólki. Hátíðardagskrá í SJALLANUM að lokinni kröfugöngu.  

Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna

Heimir Kristinsson, varaformaður Fagfélagsins

Aðalræða dagsins

Guðmundur Ómar Guðmundsson, fyrrv. formaður Félags byggingamanna Eyjafirði

Skemmtidagskrá, kaffiveitingar og dregið í happdrættinu

- Kristján Edelstein og Pétur Hallgrímsson -

- Lögreglukórinn, hinn eini sanni -

- Freyvangsleikhúsið, Dýrin í Hálsaskógi -

Kjörorð dagsins eru "Við viljum vinna!"

Nýjast