Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, hélt erindi í skólanum í fyrradag þar sem hann fór yfir stöðuna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn kemur. Grétar rýndi í síðustu skoðanakannanir og fjallaði m.a. um könnun Capacent Gallups sem Vikudagur greindi frá í síðasta blaði um fylgi flokkana á Akureyri. Í þeirri könnun mældist Sjálfstæðisflokkurinn stærstur með þrjá bæjarfulltrúa kjörna, en L-listinn kom þar skammt á eftir með tvo bæjarfulltrúa. Hins vegar er fylgi Bjartrar framtíðar að dala. Grétar segir að búast megi við háspennu norðan heiða á kosninganótt.
Nánar er fjallað um þetta í prentútgáfu Vikudags