30. ágúst, 2007 - 20:57
Fréttir
Þorsteinn Gunnarsson, rektor og formaður bygginganefndar Háskólans á Akureyri, sagði í samtali við Vikudag í dag að annað útboð vegna byggingar 4. áfanga skólans færi fram fljótlega. Í fyrra útboðinu bárust tvö tilboð og voru þau langt yfir kostnaðaráætlun. Tilboð frá Fjölni ehf. var upp á 743 milljónir króna eða 40% yfir kostnaðaráætlun og Ístak vildi vinna verkið fyrir 758,7 milljónir eða 43% yfir áætlun. Í nýju byggingunni eiga að vera aðalanddyri skólans, hátíðasalur, fyrirlestrasalir og minni kennslustofur. Samkvæmt fyrra útboðinu áttu verklok að vera 1. júlí 2009 en verktími verður lengdur í nýju útboði að sögn Þorsteins Gunnarssonar.