Harmonikkuunnendur kaupa eignarhlut í Laxagötu 5

Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var lagt fram minnisblað frá fjármálastjóra og bæjarlögmanni vegna kaupa Félags harmonikkuunnenda við Eyjafjörð á 75% eignarhlut Lúðrasveitar Akureyrar í húseigninni Laxagötu 5. Lagt er til að Akureyrarbær veiti Félagi harmonikkuunnenda við Eyjafjörð styrk að upphæð kr. 1.300.000 vegna kaupanna og samþykkti bæjarráð styrkinn.  

Styrkurinn er skilyrtur um að Akureyrarbær hafi forkaupsrétt að eigninni eða ef/þegar Akureyrarbær leysir til sín eignina af skipulagsástæðum þá komi styrkurinn framreiknaður til lækkunar á kaupverði. Jafnframt að Foreldrafélag blásarasveitar Tónlistarskólans á Akureyri, sem nú hefur tekið við eignarhluta Lúðrasveitarinnar í eigninni, leggi andvirði sölunnar í sérstakan sjóð sem nýttur verði í þágu starfsemi félagsins.

Nýjast