Styrkurinn er skilyrtur um að Akureyrarbær hafi forkaupsrétt að eigninni eða ef/þegar Akureyrarbær leysir til sín eignina af skipulagsástæðum þá komi styrkurinn framreiknaður til lækkunar á kaupverði. Jafnframt að Foreldrafélag blásarasveitar Tónlistarskólans á Akureyri, sem nú hefur tekið við eignarhluta Lúðrasveitarinnar í eigninni, leggi andvirði sölunnar í sérstakan sjóð sem nýttur verði í þágu starfsemi félagsins.