Harma ákvörðun Barnaverndarstofu

SAMTAKA, svæðisráði foreldra í grunnskólum Akureyrarbæjar, harmar að Barnarverndarstofa skuli hafa ákveðið að hætta samstarfi við Akureyrarbæ um svo kallaða PMTO-meðferð fyrir unglinga með hegðunarvandamál og fjölskyldur þeirra. „Með þessu er Barnaverndarstofa að senda okkur sem búum á landsbyggðinni skýr skilaboð um að búseta skiptir máli þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur,“ segir í tilkynningu frá Samtaka

Með vísan í 2. grein Barnaverndarlaga er bent á að öllum börnum á yfirráðasvæði íslenska ríkisins eigi að vera tryggð sömu réttindi en þar segir: „Markmið laga þessara er að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni eða þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Leitast skal við að ná markmiðum laganna með því að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við."

Sú afstaða sem birtist í ákvörðun Barnarverndarstofu um að hætta samstarfinu getur varla talist í samræmi við umrædda lagagrein sem Barnarverndarstofu er skylt að starfa eftir. 

SAMTAKA hvetur stjórnendur Barnarverndarstofu til að endurskoða ákvörðun sína svo tryggt verði, eins og kostur er, að þeir einstaklingar og fjölskyldur sem á þjónustunni þurfa að halda fái notið hennar. 

 

Nýjast