Hárið festist í hrærivélinni
Leikkonan Anna Gunndís Guðmundsdóttir vinnur að stuttmynd sem hún mun taka upp í Reykjavík í janúar næstkomandi en hún stundar nú framhaldsnám í kvikmyndagerð við New York University. Myndin nefnist I Can´t Be Seen Like This en meðal leikara eru Ólafur Darri Ólafsson og Einar Aðalsteinsson. Söguþráðurinnbyggir á slysi sem Anna Gunndís varð fyrir í æsku á Akureyri þegar hún var átta ára gömul. Nánar er rætt við Önnu Gunndísi um myndina í prentútgáfu Vikudags.