Harður árekstur á Tryggvabraut

All harður árekstur varð á Tryggvabraut í hádeginu í dag. Jeppi sem ók vestur Tryggvabraut ók inn í pallbíl sem var að koma út af bílastæðinu hjá Olís bensínstöðinni rétt austan gatnamótanna við Glerárgötu. Ekki urðu slys á fólki en bílarnir voru mikið skemmdir og var pallbíllinn fjarlægður strax en jeppanum ýtt út af Tryggvabrautinni.

Nýjast