21. mars, 2007 - 15:04
Fréttir
Harður árekstur varð á Hlíðarbraut, við Shell, fyrir stundu er tveir bílar skullu þar saman. Áreksturinn var svo harður að annar bíllinn valt á hliðina og þykir mildi að ökumennirnir, sem voru einir í bílum sínum, skyldu sleppa ómeiddir. Bílarnir eru hins vegar mikið skemmdir og þurfti að fjarlægja þá af vettvangi. Annar bíllinn, lítil sendibifreið, var að koma út af stæðinu hjá Shell og ók í veg fyrir fólksbíl sem kom austur Hlíðarbraut. Fólksbíllinn lenti á miðri bílstjórahlið sendibílsins, sem valt á hliðina við höggið.