Harður árekstur á Akureyri

Áreksturinn átti sér stað á umdeildum gatnamótum.
Áreksturinn átti sér stað á umdeildum gatnamótum.

Harður árekstur varð á Akureyri á tíunda tímanum í morgun þegar tveir fólksbílar skullu saman við gatnamót Borgarbrautar, Tryggvabrautar og Glerárgötu. Ökumennirnir voru einir í bílunum og voru fluttir á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri til aðhlynningar. Þeir sluppu báðir með minniháttar meiðsli. Lögreglan á Akureyri segir að betur hafi farið en á horfði í fyrstu. Bílarnir eru mikið skemmdir og voru báðir dregnir í burtu.

-þev

Nýjast