Harður árekstur

Áreksturinn var harður/mynd Hrólfur
Áreksturinn var harður/mynd Hrólfur

Tveir fólksbílar skullu saman á gatnamótum við Eyjafjarðarbraut eystri í dag, skammt frá Leirubrúnni. Í öðrum bílnum var einn farþegi auk ökumanns, en í hinum bílnum var ökumaðurinn einn á ferð. Við áreksturinn valt annar bíllinn á hliðina, en báðir bílarnir eru mikið skemmdir. Fólkið var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri, en meiðsl eru ekki talin alvarleg. Loka þurfti veginum um tíma.

Í öðrum bílnum var hundur, sem hljóp í burtu eftir áreksturinn og er hans nú leitað.

karleskil@vikudagur.is

Nýjast