Hannes stjórnarformaður KEA

Hannes Karlsson var endurkjörinn formaður stjórnar KEA, á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar í gær. Björn Friðþjófsson var endurkjörinn varaformaður og Jóhannes Ævar Jónsson endurkjörinn ritari. Erla Björg Guðmundsdóttir kemur ný inn í stjórn KEA, stað Soffíu Ragnarsdóttur, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Jóhannes Ævar og Hallur Gunnarsson höfðu lokið tveggja ára setu í stjórn, þeir gáfu báðir kost á sér áfram og voru endurkjörnir til næstu tveggja ára á aðalfundi félagsins um síðustu helgi. Bjarni Jónasson og Steinþór Ólafsson, sem átti sæti í varastjórn, gáfu einnig kost í stjórn en náðu ekki kjöri. Aðrir í aðalstjórn KEA eru Benedikt Sigurðarson og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir. Varamenn í stjórn eru Njáll Trausti Friðbertsson, Guðný Sverrisdóttir og Birgir Guðmundsson.

Nýjast