Að missa barnið sitt er án nokkurs vafa það erfiðasta sem foreldri getur gengið í gegnum. Þá lífsreynslu þekkir Emma Agneta Björgvinsdóttir en hún missti 12 ára son sinn, Blæng Mikeal Bogason, sem lést í bílslysi fyrir tæplega þremur árum. Emma segir erfitt að vinna sig úr sorginni og dagarnir séu eins misjafnir og þeir eru margir. Hún er þakklát fyrir minningarar um son sinn og segir hann lifa áfram innra með sér.
Vikudagur settist niður með Emmu og heyrði áhrifamikla og einlæga sögu hennar. Nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags sem kom út í dag.