Handverkshátíðin hefst í dag

Frá Handverkshátíðinni í fyrra.
Frá Handverkshátíðinni í fyrra.

Á hádegi í dag, fimmtudag, opnar Handverkshátíðin í Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit í 23. sinn. Alls verða 94 sýnendur alla helgina en þar að auki taka 55 aðilar þátt á handverks- og matarmarkaði. Handverksmarkaðurinn fer fram fimmtudag, föstudag og sunnudag en á laugardeginum er boðið upp á matarmarkað úr Eyjafjarðarsveit. Á þeim markaði verður margt spennandi í boði svo sem kornhænuegg og broddur. Á mörkuðunum verða nýir sýnendur í hvert sinn.

Nýjast