Hamfaratækifærin

"Tómt mál er að tala um meiriháttar vöruflutninga, uppbyggingu fleiri álvera á grænni orku hérlendis, gagnavera eða annarra stórverksmiðja í heimi sem verður meira eða minna í upplausn vegna hungurs og þjóðflutninga milljarð," skrifar Edward H. Huijbens, sem skipar annað sæti framboðslista Vinstri grænna á Akureyri.

"Hvað varðar námavinnslu, þjónustu þar við, olíu og gasvinnslu, þá er þetta langt í framtíðinni, fyrir utan okkar reynslu og þekkingarsvið og siðferðilega vart verjandi þegar sannað er að það er nákvæmlega þetta sem veldur þeim hamförum sem spáð er. Því miður er forsætisráðherra einfaldlega sekur um tækifærismennsku í ætt við útrásarvíkinga fyrir-hruns áranna. Viðmiðið er að svo lengi sem við komumst upp með að græða eitthvað á því, þá auðvitað á að gera það án tillits til undirstöðu eða framtíðar," skrifar Edward.

Öll greinin er hérna

 

Nýjast