Halli á rekstri skólamötuneyta grunnskólanna rúm 1,3 milljón króna

Á fundi skólanefndar Akureyrar í gær lá fyrir uppgjör í rekstri skólamötuneytanna fyrir árið 2009. Þar kemur fram að halli á rekstri skólamötuneytanna var rúm 1,3 milljón króna á síðasta ári. Rekstrarniðurstaða skólamötuneytanna er mjög misjöfn eins og fram hefur komið. Það sem virðist ráða mestu um afkomu skólamötuneytanna er meðal annars hráefniskostnaður.  

Fram kom á fundinum að hlutfall barna sem nýta sér mötuneytin hefur hækkað mikið frá árinu 2007 til ársins 2009. Skólanefnd samþykkti að óska eftir að fulltrúar frá hagþjónustu bæjarins og bæjarlögmaður mæti á næsta fund nefndarinnar til að ræða innkaupamál.

Nýjast