08. apríl, 2009 - 14:26
Fréttir
Eyfirðingurinn Halldór Helgason sigraði á sterku snjóbrettamóti í Geilo í Noregi um helgina, Andreas Wiig Invitational. Halldór vann þar
stór nöfn eins og Torstein Horgmo og Andreas Wiig, sem þykir hreint frábær árangur. Hann fór heim með 100.000 norskar krónur í
sigurlaun, eða tæpar tvær milljónir íslenskra króna.
Um 3.000 áhorfendur fylgdust með mótinu í glampandi sólskini. Frá þessu er sagt á vef Akureyrarbæjar og vef Brettafélags
Íslands og er meðfylgjandi mynd af Halldóri taka við sigurlaununum, af vef Brettafélagsins.