Halda þarf áfram að greina launaupplýsingar eftir kyni

Samfélags- og mannréttindaráð telur að náðst hafi meiri árangur í því að minnka launamun kynja hjá Akureyrarbæ m.a. vegna meira samræmis í yfirvinnu kvenna og karla. Ráðið telur nauðsynlegt að haldið sé áfram að greina launaupplýsingar eftir kyni.  

Þetta kemur fram í bókun frá síðasta fundi ráðsins, þar sem starfsmannastjóri Akureyrarbæjar, Halla Margrét Tryggvadóttir, fór yfir samantektir sínar á ýmsum atriðum sem snerta launamál kynjanna hjá Akureyrarbæ m.a. með samanburði við launakannanir sem unnar hafa verið fyrir bæinn.

Nýjast