Halda ekki vatni yfir gosferðunum
Fólk í ferðaþjónustu á Akureyri sem Vikudagur hefur rætt við er sammála um að útlit sé fyrir góðan ferðavetur og skipa flugferðirnar yfir gosstöðvarnar stóran sess í því. Mikið sé spurt um gosferðirnar meðal ferðagesta. Norðlenska ferðaskrifstofan Saga Travel hefur boðið upp á flugferðir yfir gossvæðin og segir Sævar Freyr Sigurðsson, eigandi Saga Travel, að ferðinir séu uppgrip í ferðaþjónustunni í vetur. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.
-þev