Hagnaður Norðurorku 569 milljónir

Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn í dag. Ársvelta samstæðunnar var tæplega 2,6 milljarðar króna. Hagnaður ársins var 569 milljónir króna, og var eigið fé um áramótin tæplega 6,3 milljarðar króna. Á fundinum var ákveðið að greiða 15% arð til hluthafa eða um 127 milljónir króna. Akureyrarbær er langstærsti eigandinn.

Norðurorka greiddi niður lán á liðnu áru um 650 milljónir króna sem er nokkuð meira en undanfarin ár og munar þar mestu að Fallorka greiddi niður lán að upphæð 250 milljónir króna.

Fjárfesting Norðurorku í kerfum og nýframkvæmdum voru um 600 milljónir króna, nokkuð minna en áætlað þar sem frestað var byggingu miðlunargeymis í Torfdal ofan Akureyrar.  Fjárfestingar þessa árs eru áætlaðar um 605 milljónir króna þar af til fráveitu um 133 milljónir króna. Á næstu árum liggja fyrir stór fjárfestingaverkefni sem félagið þarf að takast á við svo sem bygging hreinsimannvirkis fyrir fráveitu sem og stórverkefni dótturfélagsins Fallorku, bygging nýrrar Glerárvirkjunar.

Í stjórn Norðurorku  voru kjörin, Ásdís Elva Rögnvaldsdóttir, Edward Hákon Huijbens, Geir Kristinn Aðalsteinsson, Halla Björk Reynisdóttir og Njáll Trausti Friðbertsson.

Nýjast