12. maí, 2011 - 13:02
Fréttir
Haglabyssu var stolið úr íbúðarhúsi á Brekkunni á Akureyri í fyrrinótt, en stuldurinn uppgötvaðist í
gærkvöld. Þjófurinn hafði farið inn um ólæstan bílskúr og þaðan inn í íbúðina. Lykill að
byssuskáp var auðfundinn og hvarf þjófurinn á brott með byssuna.
Lögreglan á Akureyri segir á vef ruv.is að greinilegt sé einhverjir stundi það um þessar mundir að fara inn í ólæst hús
og íbúðir og hvetur íbúa til að læsa híbýlum sínum.