Hafa safnað 45 milljónum til kaupa á öndunarvélum

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri.

Hollvinir SAk hafa safnað 45 milljónum til kaupa á öndunarvélum fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri og öðrum mikilvægum tækjum. Frá þessu er greint á Facebooksíðu Hollvinasamtakanna. Söfnunarátakið hófst fyrir tveimur vikum og segir í færslu Hollvinanna að söfnunin hafi verið með ólíkindum. „Um leið og ég þakka innilega fyrir stuðninginn vil ég minna á að söfnunin stendur enn yfir því verkefnið er ærið. Kennitala Hollvinasamtakanna er 640216-0500 og reikningsnúmer 0565-26-10321. Kærar þakkir,“ segir í færslunni.

Hafa pantað þrjár öndunarvélar

Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur Sjúkrahúsið á Akureyri lagt inn pöntun fyrir þremur öndunarvélum en sú þriðja er hugsuð sem öndunarvél þegar verið er að flytja sjúklinga en getur nýst sem hefðbundin. Fyrir liggur líka að panta ný fæðingarrúm, tvö sérútbúin gjörgæslurúm og tæki til kælingar hjá sjúklingum eftir hjartastopp. Nú eru þegar þrjár öndunarvélar til taks á SAk.


Athugasemdir

Nýjast