04. febrúar, 2010 - 11:45
Fréttir
Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var lögð fram ályktun frá stjórn Meistarafélags byggingamanna á Norðurlandi
þar sem stjórnin lýsir yfir áhyggjum sínum af vaxandi verkefnaskorti iðnaðarmanna á starfssvæði félagsins og þá
sérstaklega á Akureyri.
Ásgeir Magnússon, Stefán Jónsson, Hannes Óskarsson og Þórarinn V. Árnason mættu á fund bæjarráðs og kynntu
ályktunina og fóru yfir stöðu og horfur í byggingaiðnaði.