Hafa aðgang að 26 skotvopnum

Lögreglustöðin á Akureyri.
Lögreglustöðin á Akureyri.

Lögreglan á Akureyri hefur aðgang að alls 26 skotvopnum, þar af eru 19 skammbyssur, 4 haglabyssur og 3 rifflar. Samkvæmt upplýsingum Vikudags hefur lögreglan ekki þurft að grípa til vopna undanfarin ár, þó hafa verið útköll í umdæminu síðustu ár þar sem vopn koma við sögu og hefur lögreglan þá fengið liðsinni fjögurra sérsveitarmanna sem staddir eru á Akureyri. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast