Hættuleg gatnamót í forgang hjá Vegagerðinni

„Við munum skoða alvarlega hvað hægt er að gera í málinu. Eins og ástandið er núna er ljóst að grípa þarf til ráðstafana,“ segir Gunnar Helgi Guðmundsson svæðisstjóri hjá Vegagerðinni á Akureyri. Eins og Vikudagur hefur fjallað um eru umferðarljósin við Glerárgötu, Borgarbraut og Tryggvabraut á Akureyri úrelt og þykja hættuleg vegfarendum. Fjölmargar ábendingar hafa borist frá ökumönnum sem hafa lent í vandræðum við gatnamótin en m.a. gætir ósamræmis í umferðarljósunum. „Ég get ekki lofað því að ráðist verði í breytingar á þessu ári, en hins vegar munum við leggja áherslu á að málið verði skoðað rækilega. Það er forgangsatriði hjá okkur að skipta ljósunum út en bíða með stærri aðgerðir eins og breytingar á gangbrautum og gerð umferðareyja.“

throstur@vikudagur.is

Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags

Nýjast